Segja lausn Johnston blekkingarleik

Alan Johnston eftir að hannvar látinn laus úr haldi mannræningja …
Alan Johnston eftir að hannvar látinn laus úr haldi mannræningja á Gasasvæðinu í gærkvöldi Reuters

Yasser Abd Rabbo, háttsettur aðstoðarmaður Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínumanna, sagði í morgun að lausn breska blaðamannsins Alan Johnston úr haldi herskárra Palestínumanna væri sviðsett af Hamas-samtökunum til að styrkja ímyndþeirra á alþjóðavettvangi. Benti hann á að samtökin, sem höfðu Johnston í haldi, séu í nánu samstarfi við Hamas-samtökin. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

“Við erum að horfa á bíómynd. Það koma upp deilur á milli tveggja ræningja á Gaza. Annar þeirra þykist vera hugrakkur og heiðarlegur og gerir hinn að blóraböggli. Þessi Hamas-leikur blekkir engan,” sagði hann.

Johnston hafði verið í haldi mannræningja á Gasasvæðinu í 114 daga er honum var sleppt.

mbl.is

Bloggað um fréttina