Benedikt páfi XVI heimilar flutning eldri gerðrar kaþólskrar messu

Benedikt páfi XVI
Benedikt páfi XVI Reuters

Benedikt páfi XVI hefur aflétt takmörkunum á því að eldri gerð kaþólskrar messu verði sungin. Um er að ræða eftirgjöf af hálfu páfa gagnvart kaþólikkum sem aðhyllast frumhefðir kirkjunnar. Páfi segir ákvörðun sína þó ekki vera afturhvarf til þess messuforms sem tíðkaðist fyrir endurskoðun annars ráðs Páfagarðs um endurskoðun helgisiða kirkjunnar á árunum 1962 til 1965.

Samkvæmt heimild páfa mega sóknarprestar kaþólsku kirkjunnar nú syngja svokallaða Tridentine Messu, fari áreiðanlegur hópur trúaðra manna fram á það. Samkvæmt eldri reglum þurftu biskupar hins vegar að samþykkja að slíkar messur yrðu sungnar til þess að heimild væri veitt fyrir því. "Það sem var fyrri kynslóðum heilagt er okkur einnig heilagt og það er ekki bara allt í einu hægt að banna það algerlega og jafnvel álíta það skaðlegt,” segir í yfirlýsingu páfa.

Samtök gyðinga hafa þegar fordæmt ákvörðun páfa sem þau segja ýta undir trúarofsóknir en í messunni er m.a. hvatt til þess að gyðingum verði snúið til kristni. Þá hafa samtök kaþólskra leikmanna lýst áhyggjum af því að ákvörðunin muni stuðla að klofningi innan kaþólsku kirkjunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert