Al-Qaeda hefur náð fyrri styrk

Farþegaflugvélum flogið á World Trade Center í New York 11. …
Farþegaflugvélum flogið á World Trade Center í New York 11. september 2001. AP

Sérfræðingar bandarísku leyniþjónustunnar hafa komist að þeirri niðurstöðu, að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hafi eflst að styrk að nýju og séu nú álíka öflug og þau voru sumarið 2001 áður en hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á Bandaríkin. Þetta hefur gerst þrátt fyrir umfangsmiklar aðgerðir alþjóðasamfélagsins undanfarin sex sem hafa miðað að því að uppræta samtökin.

AP fréttastofan segir að margir bandarískir embættismenn segist þó ekki vita til þess, að sérstök hætta á nýjum árásum sé talin yfirvofandi.

AP hefur eftir embættismanni, sem starfar við hryðjuverkavarnir, að 5 blaðsíðna samantekt um nýtt mat á hryðjuverkahættu verði rætt í Hvíta húsinu á morgun.

Sérfræðingar í hryðjuverkavörnum sömdu skjalið. Þar er fjallað sérstaklega um að samtökin eigi griðastað í Pakistan og farið er yfir þá hættu, sem nú sé talin steðja að Bandaríkjunum og bandalagsríkjum þeirra.

Í skýrslunni segir, að al-Qaeda samtökin hafi nú mun meiri burði til aðgerða en fyrir ári og hafi náð að endurskipuleggja sig með þeim hætti, sem ekki hafi sést frá árinu 2001. „Þau sýna stöðugt aukna burði til að skipuleggja árásir á Evrópu og Bandaríkin."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert