Fjórir dæmdir í fangelsi vegna skopmyndamótmæla

Íslamstrúarmenn brugðust afar illa við skopmyndunum sem danska dagblaðið Jótlandspósturinn ...
Íslamstrúarmenn brugðust afar illa við skopmyndunum sem danska dagblaðið Jótlandspósturinn birti fyrst fjölmiðla. Reuters
Fjórir karlmenn hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir að hafa tekið þátt í mótmælum fyrir utan danska sendiráðið í London, en þar mótmæltu þeir skopmyndum af Múhameð spámanni.

Þeir Mizanur Rahman, sem er 24 ára, Umran Javed, sem er 27 ára, og Abdul Muhid, sem er 24 ára, hlutu hver fyrir sig sex ára fangelsisdóm fyrir að hafa hvatt til morða, en þeir sögðu við hóp fólks að það ætti að gera sprengjuárásir í Bretlandi. Fréttavefur breska ríkisútvarpsins greinir frá þessu.

Fjórði maðurinn, hinn 32ja ára gamli Abdul Saleem, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa ýtt undir kynþáttahatur í mótmælunum sem áttu sér stað í fyrra.

Dómarinn sem dæmdi mennina, sem eru frá London og Birmingham, til refsivistar sagði að tilgangur orða þeirra hafi verið að hvetja til morða og hryðjuverka.

Um 300 manns mótmæltu fyrir utan danska sendiráðið í febrúar á síðasta ári í kjölfar skopmyndadeilunnar, en skopmyndir af Múhameð spámanni voru birtar í dönskum og evrópskum dagblöðum.

Það var tekið upp á myndband þegar Rahman talaði í gjallarhorn á mótmælafundi þar sem hann sagði m.a. að breskir hermenn ættu að koma heim frá Írak í líkpokum.

„Við viljum sjá blóð þeirra renna niður götur Bagdad,“ sagði hann.

Lögreglumenn mynduðu það þegar Javed hrópaði: „Sprengjum Danmörku. Sprengjum Bandaríkin.“

Saleem, sem er fimm barna faðir og verkfræðingur hjá British Telecom, var sýknaður af ákærum um að hafa hvatt til morðs, en hann var dæmdur fyrir að hafa ýtt undir kynþáttahatur. Hann hrópaði m.a. „Sjöundi júlí er framundan“ og „Evrópa, þú munt gjalda fyrir þetta með blóði þínu.“

Abdul Muhid er sagður hafa verið leiðtogi mótmælendanna. Hann hrópaði „Sprengjum Bretland“ og veifaði skiltum sem á stóð „Gjöreyðum þeim sem móðga íslam“.

Mennirnir neituðu því að þeir væru öfgasinnaðir og að þeir hefðu einfaldlega verið hluti af mótmælendunum en ekki verið forsprakkar þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...