Um 2.000 manns fluttir brott vegna skógarelda á Kanaríeyjum

Flytja þurfti um 2.000 manns, þar af tugi ferðamanna, á brott á Kanaríeyjum þar sem skógareldar geisa. Um þúsundir hektara hafa brunnið til kaldra kola. Skógarvörður hefur verið handtekinn í tengslum við málið en hann er grunaður um íkveikju.

Flytja þurfti um 50 ferðamenn af hóteli á San Bartolome de Tirajana þar sem eldar voru farnir að loga í nágrenni við gististaðinn. Spænska fréttastofan Efe segir að flestir ferðamannanna hafi verið þýskir.

Þá þurfti að flytja um 2.000 íbúa á brott sem búa á Mogan-héraðinu á Gran Canaria, sem er hluti af Kanaríeyjaklasanum.

Aðstæður á vettvangi eru mjög erfiðar fyrir þá slökkviliðsmenn sem reyna að ráða niðurlögum eldana, en hitinn hefur náð um 50 gráðum og þá hefur verið mjög hvasst á svæðinu.

Um 20 hús hafa skemmst í eldsvoðanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert