Fuglaflensa í Evrópu

Kjúklingum fargað.
Kjúklingum fargað. AP

Tveir svanir dóu úr fuglaflensu í austurhluta Frakklands að sögn landbúnaðarráðherra landsins. Svanirnir fundust á sunnudag nærri staðnum þar sem þrír svanir fundust dauðir vegna flensunnar fyrr í mánuðinum.

Öryggisráðstafanir höfðu verið gerðar svo eldisfuglar kæmust ekki í snertingu við dauðu fuglana.

Villtur fugl í Þýskalandi greindist með vírusinn í þessum mánuði og í júní fundust nokkrir smitaðir fuglar í Bavaríu og Saxlandi. Fuglaflensan er talin breiðast út á leið fuglanna milli landa og hefur vírusinn fundist á kjúklingabúum í þremur öðrum Evrópuríkjum á þessu ári, Ungverjalandi, Bretlandi og Tékklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert