12 láta lífið í risaöldu í Alsír

Tólf baðstrandagestir létust í síðustu viku þegar stór alda, sem líktist lítilli flóðbylgju, reið yfir vesturströnd Alsír. Engin opinber útskýring á öldunni hefur borist frá yfirvöldum.

Vísindamaður hjá jarðfræðistofnun landins taldi mögulegt að um tilraunir með vopn hafi verið að ræða og sagði Frakkland, Ítalíu og Spán framkvæma slíkar tilraunir. Hann sagði jafnframt að í raun ekki væri hægt að tala um flóðbylgju, þar sem aldan lenti aðeins á einni strönd.

Jarðskjálfti á stærðinni 4,6 á Richerkvarða mældist í miðju Miðjarðarhafinu sama dag í franskri eftirlitsstöð, en ekki í Alsír. Vísindamaður alsírsku jarðfræðistofnunarinnar sagði að það gæti hafa verið vegna bilunar í tækjabúnaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert