Svíar harma birtingu spámannsskopmyndar

Sænska sendiráðið í Pakistan hefur harmað opinberlega, að sænskt blað skuli hafa birt nýja skopmynd af Múhameð spámanni en bæði írönsk og pakistönsk stjórnvöld hafa mótmælt myndinni formlega. Á myndinni er höfuð spámannsins á hundabúk.

Sænsk stjórnvöld sögðu í gær að þau hörmuðu ef einhverjum hefði verið misboðið vegna myndarinnar en sögðust ekki geta beðist afsökunar á myndinni þar sem þau bæru ekki ábyrgð á henni.

Blaðið Nerikes Allehanda birti myndina umdeildu sl. sunnudag. Listamaðurinn, Lars Vilks, sagði í viðtölum, að um væri að ræða listsköpun en ekki árás á íslamstrú.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert