Má ekki hafa barnsmúmíu á heimili sínu

Dómari í New Hampshire í Bandaríkjunum hefur skipað manni nokkrum að jarða ættargrip fjölskyldunnar, barnsmúmíu sem þekkt er undir nafninu „Baby John”, og hefur verið í ættinni í nokkra ættliði.

Dómarinn Richard Hampe úrskurðaði þetta þar sem engar sannanir eru fyrir því að skyldleikar séu barninu og eigandanum. Krufning sýndi hins vegar að barnið lést af náttúrulegum orsökum skömmu eftir fæðingu.

Charles Peavey segist ósáttur við úrskurðinn, og hefur ekki efni á erfðarannsókn til að skera úr um það hvort múmían sé í raun meðlimur fjölskyldunnar. Áfrýjun mun þó ekki vera í bígerð.

Segir Peavey múmíuna vera einn af fáum ættargripum fjölskyldunnar, og að talið sé innan hennar að barnið hafi verið andvana fæddur sonur langa-langafabróður hans.

„Baby John” var geymdur á kistu á heimili Peavey þar til lögregla gerði hann upptækann og komu vinir og ættingjar fram við hann líkt og einn af fjölskyldunni. Hann fékk jólakort reglulega og átti einnig þurrkaðan fisk sem gæludýr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert