Offitutíðni í Skotlandi lítið lægri en í Bandaríkjunum

Tíðni offitutilfella í Skotlandi er sú næst-mesta í heiminum, á eftir Bandaríkjunum, samkvæmt tölum sem skosk stjórnvöld hafa nýverið birt í tengslum við áform sín um að banna sætindi og gosdrykki í skólum.

Einnig á að setja reglur um hversu mikið má veita skólabörnum af kartöfluflögum og að þau skuli fá ávexti og grænmeti.

Frá þessu greinir BBC.

Í tilkynningu frá hagtöludeild Heilbrigðisþjónustu Bretlands segir, að „offitufaraldur“ geisi í Skotlandi, og nauðsynlegt sé að bregðast við honum. Síðan 1995 hefur tíðni offitutilvika meðal fullorðinna Skota aukist um 46%.

mbl.is

Bloggað um fréttina