Útgöngubann í stærstu borgum Myanmar

Herstjórnin í Búrma (Myanmar) lýsti í dag yfir útgöngubanni í tveim stærstu borgum landsins, og bannaði ennfremur allar samkomur fleiri en fimm manna. Þúsundir búddamunka og fylgismanna þeirra komu í dag saman til mótmæla gegn stjórninni, áttunda daginn í röð, þrátt fyrir hótanir yfirvalda.

mbl.is

Bloggað um fréttina