Mótmælendur særðust í átökum í Yangon

Munkar mótmæla á Mynanmar
Munkar mótmæla á Mynanmar AP

Mótmælin í Yangon héldu áfram í morgun er tugir þúsunda mótmælenda fóru um miðbæinn. Talið er að tveir hafi slasast er öryggissveitir skutu viðvörunarskotum til að tvístra hópi mótmælenda. Sjónarvottur segist hafa séð hermenn drösla manni sem féll til jarðar í burtu og annar maður var borinn inn í bíl af mótmælendum.

AFP fréttastofan skýrir frá því að mótmælendurnir hafi sem fyrr safnast saman við Sule pagóðuna í miðborginni, klappað saman höndum og sungið þjóðsöng Myanmar.

mbl.is

Bloggað um fréttina