Veðjað á að Al Gore fái friðarverðlaun Nóbels

Al Gore.
Al Gore. Reuters
Þeir sem taka þátt í veðmálum um hver hljóti friðarverðlaun Nóbels telja líklegast að Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, hreppi þau. Tilkynnt verður á föstudag í Ósló hver fær verðlaunin og hjá veðbankanum NordicBet eru líkurnar taldar 1 á móti 4 að Gore fái verðlaunin.

Önnur sem talin eru koma til greina eru Irena Sendler, pólsk kona sem bjargaði gyðingabörnum á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar og Rajendra Pachauri, formaður loftslagsráðs Sameinuðu þjóðanna.

Þá er Martti Ahtisaari, fyrrum forseti Finnlands, einnig nefndur. Yfir 180 samtök og einstaklingar voru tilnefnd til verðlaunanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
- Studio íbúð til leigu.
Til leigu í Biskupstungum fyrir 1-2, bað/sturta og eldhús, gasgrill. leigist ...
Byggingarstjóri
Löggildur byggingarstjóri Stefán Þórðarson 659 5648 stebbi_75@hotmail.com...