Veðjað á að Al Gore fái friðarverðlaun Nóbels

Al Gore.
Al Gore. Reuters
Þeir sem taka þátt í veðmálum um hver hljóti friðarverðlaun Nóbels telja líklegast að Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, hreppi þau. Tilkynnt verður á föstudag í Ósló hver fær verðlaunin og hjá veðbankanum NordicBet eru líkurnar taldar 1 á móti 4 að Gore fái verðlaunin.

Önnur sem talin eru koma til greina eru Irena Sendler, pólsk kona sem bjargaði gyðingabörnum á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar og Rajendra Pachauri, formaður loftslagsráðs Sameinuðu þjóðanna.

Þá er Martti Ahtisaari, fyrrum forseti Finnlands, einnig nefndur. Yfir 180 samtök og einstaklingar voru tilnefnd til verðlaunanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Nýr Mercury gúmmíbátur, mótor o.fl.
Nýr Mercury 2,5m gúmmíbátur með 4ha utanborðsmótor (keyrður 3 tíma). Niðurfella...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...