Al Gore og loftslagsnefnd SÞ hljóta friðarverðlaun Nóbels

Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, deilir friðarverðlaunum Nóbels með loftslagsnefnd ...
Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, deilir friðarverðlaunum Nóbels með loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna. Reuters
Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, og loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna deila friðarverðlaunum Nóbels í ár fyrir að safna saman og koma á framfæri þekkingu á loftslagsbreytingum af mannavöldum og leggja grundvöll að nauðsynlegum aðgerðum til að mæta þessum breytingum. Verðlaunanefnd norska Stórþingsins tilkynnti þetta klukkan 9 að íslenskum tíma.

Gore, sem bauð sig fram sem forseta Bandaríkjanna árið 2000 en tapaði þá fyrir George W. Bush, hefur síðan verið í fararbroddi vitundarvakningar um loftslagsbreytingar. Heimildarmynd hans, An Inconvenient Truth, sem fjallar um afleiðingar þessara breytinga, hefur verið sýnd í kvikmyndahúsum um allan heim við metaðsókn og fékk Óskarsverðlaunin fyrr á þessu ári.

Í loftslagsnefnd SÞ sitja um 3000 veðurfræðingar, haffræðingar, sérfræðingar í ísmyndun, hagfræðingar og aðrir sérfræðingar. Nefndin hefur fjallað um hlýnun jarðar og lagt fram áætlun um aðgerðir.

Friðarverðlaun Nóbels nema um 10 milljónum sænskra króna, jafnvirði um 100 milljóna íslenskra króna. Þau verða afhent í Ósló 10. desember á dánardægri Alfreds Nóbels, sem lést árið 1896. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 1901.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...
Bíll
Góður bíll til sölu. Toyota Avensis árg, 2001 ekinn 270 þús. Hefur verið í góð...
Vetur í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í jan/feb í nokkra daga. Hlý og kósí hús með heitum potti....
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...