Forsætisráðherra Búrma látinn

Soe Win
Soe Win AP

Forsætisráðherra Búrma, Soe Win, er látinn eftir erfið veikindi, samkvæmt frétt frá ríkisfréttastofu Búrma en hann hafði gegnt embætti forsætisráðherra Búrma frá árinu 2004. Soe Win, 59 ára, þjáðist af bráða hvítblæði og hefur Thein Sein gegnt starfi forsætisráðherra í veikindum hans.

Stjórnmálaskýrendur telja að andlát forsætisráðherrans muni ekki hafa mikil áhrif á stjórnmálaástandið í landinu, samkvæmt frétt BBC. Soe Win hefur dvalið í Singapúr frá því í mars þar sem hann hefur verið undir læknishendi.

mbl.is