Sjóræningjar sleppa sjómönnum

Sómalískir sjóræningjar slepptu í dag 24 asískum sjómönnum sem þeir tóku í gíslingu fyrir rúmum fimm mánuðum. Að sögn yfirvalda í Suður-Kóreu halda sjómennirnir nú til Jemen.

Sjóræningjarnir rændu tveimur fiskveiðibátum, sem er í eigu suður-kóreskra aðila, í maí sl. Fjórir Suður-Kóreumenn, 10 Kínverjar, fjórir Indónesar, þrír Víetnamar og þrír Indverjar voru í áhöfnunum.

Sjómönunum var sleppt kl. 13 að íslenskum tíma og staðfest hefur verið að þeir séu komnir í öruggt skjól.

Leiðtogi stéttarfélags sjómanna í S-Kóreu sagði í síðustu viku að sjómönnunum yrði brátt sleppt gegn greiðslu lausnargjalds, sem nemur hundruðum þúsunda dala.

mbl.is

Bloggað um fréttina