Sjóræningjar sleppa sjómönnum

Sómalískir sjóræningjar slepptu í dag 24 asískum sjómönnum sem þeir tóku í gíslingu fyrir rúmum fimm mánuðum. Að sögn yfirvalda í Suður-Kóreu halda sjómennirnir nú til Jemen.

Sjóræningjarnir rændu tveimur fiskveiðibátum, sem er í eigu suður-kóreskra aðila, í maí sl. Fjórir Suður-Kóreumenn, 10 Kínverjar, fjórir Indónesar, þrír Víetnamar og þrír Indverjar voru í áhöfnunum.

Sjómönunum var sleppt kl. 13 að íslenskum tíma og staðfest hefur verið að þeir séu komnir í öruggt skjól.

Leiðtogi stéttarfélags sjómanna í S-Kóreu sagði í síðustu viku að sjómönnunum yrði brátt sleppt gegn greiðslu lausnargjalds, sem nemur hundruðum þúsunda dala.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Sumar í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús frá 10. ágúst, 2-3 dagar í senn.. Falleg hús með heitum pot...
4949 skart hálfesti og armband
Útskriftargjöf, Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu h...
Vantar þig kisu?
Vantar þig kisu? Hérna er úrval katta í heimilisleit;https://www.kattholt.is/kis...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...