Ibrahim Gambari fundar með Aung San Suu Kyi

Ibrahim Gambari og Aung San Suu Kyi
Ibrahim Gambari og Aung San Suu Kyi HO

Sendimaður Sameinuðu þjóðanna, Ibrahim Gambari, er á fundi með Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnarandstöðunnar á Búrma en hingað til hefur heimsókn hans til Búrma ekki borið neinn merkjanlegan árangur. Gambari kom til Búrma á laugardag og er búist við að hann yfirgefi landið síðar í dag.

Vitni segjast hafa séð Gambari koma að húsinu þar sem Suu Kyi er í stofufangelsi fyrir skömmu en hann hefur tvisvar áður hitt hana þar á fundum.

Gambari kom í dag til stærstu borgar Búrma, Yangon, eftir að hafa átt fundi með stjórnvöldum í höfuðborg landsins Naypyitaw.

Suu Kyi er þekkt um heim allan fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum í Búrma, en hún hefur eytt 11 af undanförnum 17 árum í stofufangelsi. Stjórnmálaflokkur Aung San Suu Kyi vann sigur í þingkosningum árið 1990 en úrslit kosninganna voru hunsuð af her landsins sem tók völd í landinu tveimur árum fyrr. Árið 1991 fékk Aung San Suu Kyi Friðarverðlaun Nóbels. Hún hefur verið í stofufangelsi samfleytt frá árinu 2003.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert