Fær að skoða aðstæður á Búrma í fyrsta skipti í fjögur ár

AP

Sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Paulo Sergio Pinheiro, er kominn til Búrma, er það í fyrsta skipti í fjögur ár sem herforingjastjórnin heimilar honum að koma til landsins. Vonast Pinheiro til þess að fá tækifæri til þess að ræða við pólitíska fanga í landinu og komast að því hve margir létust í mótmælum gegn stjórnvöldum sem hófust í september.

Stjórnvöld halda því fram að tíu manns hafi látist í mótmælunum en aðrar heimildir herma að yfir 100 hafi fallið. Pinheiro segir að hann muni yfirgefa landið strax ef stjórnvöld neita samvinnu. Pinheiro starfar sem óháður mannréttindasérfræðingur á vegum SÞ og hafði á sínum tíma málefni Búrma á sinni könnu. Honum hefur hins verið meinað að koma til landsins frá því í nóvember 2003, samkvæmt frétt á vef BBC.

Paulo Sergio Pinheiro
Paulo Sergio Pinheiro AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert