Banvæn fuglaflensuveira greinist á Englandi

Lögreglumenn á vakt á bóndabænum í Redgrave í Suffolk þar …
Lögreglumenn á vakt á bóndabænum í Redgrave í Suffolk þar sem fuglaflensan greindist. Reuters

Rannsókn hefur leitt í ljós, að fuglar sem drápust af völdum fuglaflensu í Suffolk á austurhluta Englands um helgina, voru með H5N1 afbrigðið af fuglaflensuveirunni en það veiruafbrigði getur borist í menn og dregið þá til dauða. Ekki er vitað hvernig fuglaflensan barst til Englands en ákveðið hefur verið að slátra þúsundum alifugla á svæðinu.

Að sögn dýralækna er veiruafbrigðið náskylt afbrigði, sem greindist í Tékklandi og Þýskalandi fyrr á þessu ári.

Breiðist fuglaflensan út á Bretlandseyjum gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir sölu á alifuglaafurðum fyrir jólin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert