Imran Khan látinn laus í Pakistan

Imran Khan.
Imran Khan. Reuters

Stjórnvöld í Pakistan létu í kvöld Imran Khan, krikkethetju og stjórnmálaforingja, lausan úr haldi en hann var handtekinn í síðustu viku þegar hann tók þátt í mótmælum gegn neyðarlögum í landinu. Yfir 5000 manns til viðbótar, aðallega lögmenn, sem handteknir voru í skjóli neyðarlaganna, voru einnig látnir lausir í dag.

Khan hafði verið í hungurverkfalli frá því á mánudag til að mótmæla neyðarlögunum og brottrekstri dómara, sem voru Pervez Musharraf, forseta, ekki þóknanlegir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert