Bandaríkjamenn eyddu myndum

Michael Hayden, yfirmaður CIA
Michael Hayden, yfirmaður CIA Reuters

Bandaríska leyniþjónustan, CIA, hefur staðfest að a.m.k. tveimur myndböndum sem sýndu yfirheyrslur yfir meintum hryðjuverkamönnum hafi verið eytt. Dagblaðið New York Times segir ástæðuna þá að myndböndin hafi sýnt pyntingar.

CIA heldur því fram að myndböndin hafi verið þurrkuð út til að vernda þá leyniþjónustumenn sem stunduðu yfirheyrslurnar.

 Í bréfi sem Michael Hayden hefur sent starfsmönnum CIA segir að ástæða þess að myndunum var eytt sé sú að þær hafi skapað hættu í öryggismálum og að upplýsingarnar í þeim hafi ekki lengur haft þýðingu.

Myndböndin sýndu yfirheyrslur á fjölda grunaðra hryðjuverkamanna árið 2002, þar á meðal Aby Zubaydah, sem var hátt settur hjá hryðjuverkasamtökunum Al-Qaída.

Dagblaðið New York Times segist hafa heimildir fyrir því að á myndunum hafi m.a. verið vatnspyntingar, aðferð þar sem líkt er eftir drukknun hjá þeim sem verið er að yfirheyra og þekkt er að Bandaríkjamenn hafa notað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert