Matvælaverð aldrei hærra

Drengur í reiðhjólakerru á markaði í Peking.
Drengur í reiðhjólakerru á markaði í Peking. AP

Mikil hækkun matvælaverðs í heiminum ógnar afkomu milljóna manna í fátækum löndum í heiminum, að því er SÞ segja. Hefur verðið hækkað um 40% á undanförnu ári og er nú það hæsta síðan matarverðsvísitala SÞ var fyrst birt 1990.

Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO) segir að þetta kunni að leiða til hungurs í mörgum ríkjum. Hvetur stofnunin til þess að bændum í fátækum löndum verið veitt aðstoð við kaup á útsæði og áburði, og endurskoðuð verði áhrif lífrænna orkugjafa á matvælaframleiðslu.

Orsakir hækkunar matvælaverðs í heiminum eru m.a. þurrkar og flóð, er tengjast loftslagsbreytingum, og einnig aukin eftirspurn eftir lífrænum orkugjöfum í kjölfar hækkunar olíuverðs.

Þá hefur breytt mataræði í ríkjum sem þróast hafa hratt, eins og til dæmis Kína, haft áhrif, þar sem meira land þarf til að ala búfé vegna aukinnar eftirspurnar eftir kjöti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Egat Diva - Snyrti-Nuddbekkur,Rafmagns fyrir Snyrti,Fótaaðgerða,spa....
Egat Diva - Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, Vatnshelt áklæði, svartir og beige ...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Tek að mér byggingastjórn og uppáskrift húsasmíðameistara. Nýbyggingar, viðhald...
 
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Breyting á deiliskipulagi í flatey
Leikskólakennsla
Breyting á deiliskipulagi í Flat...
L helgafell 6018022119 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...