Fuglaflensa greinist í villtum fugli í Hong Kong

Reuters

Dauður músvákur sem fannst í Hong Kong var smitaður af H5N1 afbrigði af fuglaflensu. Er þetta annað skiptið á tveimur vikum sem fugl greinist smitaður af H5N1 afbrigði fuglaflensu í Hong Kong. Hafa stjórnvöld látið loka lendi fugla, Mai Po, í þrjár vikur eftir að gráhegri fannst dauður úr fuglaflensu í nágrenninu.

Alls létust sex manns úr fuglaflensu í Hong Kong árið 1997 og þurfti að slátra á þeim tíma nánast öllum alifuglum á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert