Myndir sýna að skotið var á Bhutto

Birt hefur verið myndband sem sýnir Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra Pakistans, andartaki áður en hún hlaut banvæna áverka í tilræði á fimmtudag. Á myndinni sést maður standa rétt við bíl hennar og skjóta af skammbyssu. Svo virðist einnig sem heyra megi tveimur skotum hleypt af. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Yfirvöld í Pakistan lýstu því yfir í morgun að Bhutto hefði látist af höfuðhöggi sem hún hlaut er hún skall utan í hlíf við loftlúgu bifreiðarinnar sem hún ók í og var höggið rakið til sjálfsvígssprengjuárásar við bifreiðina. Áður hafði verið greint frá því að hún hefði verið skotin tveimur skotum og segja stuðningsmenn hennar skýringar yfirvalda miða að því að breiða yfir bresti í öryggisgæslu hennar.

Mikil og vaxandi spenna og reiði ríkir í Pakistan vegna málsins.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Viltu vita hvað er framundan ?
Segi þer það sem þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Bollar og tar...
Póstkort - Póstkort
Langar þig í raunverulegt póstkort sent frá útlöndum? Skoðaðu www.postcrossing....
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...