Mikil hækkun á matvælaverði í Danmörku

Danska matvælakarfan hefur hækkað síðan síðasta sumar
Danska matvælakarfan hefur hækkað síðan síðasta sumar mbl.is/Eyþór
Dönsk neytendasamtök hafa áhyggjur af miklum hækkunum á ódýrri grunnmatvöru á borð við hveiti, mjólk og smjör undanfarna mánuði, en hækkanirnar eru sagðar langt umfram það sem skýra megi með hærra innkaupaverði.

Ýmsar ástæður eru fyrir því að matvæli hafa hækkað, svo sem léleg uppskera í Bandaríkjunum, framleiðsla á lífrænu eldsneyti og aukin eftirspurn á mjólkurmarkaði.

Hækkunin í Danmörku er þó sögð mun meiri en skýra megi með ofangreindum ástæðum, en hveiti hefur til að mynda hækkað um 74% í smásölu síðan í júní sl. Smjör hefur hækkað um 55%, hafrar um 28% og léttmjólk um 25%

Á heildina litið hækkaði matvælaverð um 4% í Evrópusambandslöndunum á síðasta ári, en um 7% í Danmörku.
 
Gritt Munk hjá dönsku neytendasamtökunum segir að einhverjir séu augljóslega að leggja óhóflega á matvöruna, en vandinn sé að ekki sé ljóst hvar í keðjunni frá framleiðslu að smásölu hækkunin liggi.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Sumarhús við gullna hringinn..
- Gisting fyrir 5-6, leiksvæði og stutt að Geysi, Flúðum og Gullfossi. Velkomin....
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Rafknúinn lyftihægindastól
Til sölu rafknúinn lyftihægindastól frá Eirberg kostar nýr 124 þ Upplýsingar au...
Sumarhús- Gestahús - Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...