Sjálfsvígstilraun í Eiffelturninum

Eiffel turninn í París.
Eiffel turninn í París. Reuters

Kona reyndi að fremja sjálfsvíg er hún stökk niður fimmtíu metra af fyrstu hæð Eiffelturnsins í París.  Hún var flutt með sjúkraþyrlu til aðhlynningar og er ástand hennar talið mjög alvarlegt.

Að sögn lögreglu tókst konunni, sem er 25 ára, að komast fram hjá öryggisnetum og öðrum ferðamönnum áður en hún stökk af fyrstu hæð turnsins. 

Áður fyrr áttu sjálfsvígstilraunir sér stað fjórum til fimm sinnum á ári í Eiffelturninum en eru nú sjaldgæfar eftir að sett voru upp öryggisnet á hæðum turnsins.    

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert