Sjálfsvígstilraun í Eiffelturninum

Eiffel turninn í París.
Eiffel turninn í París. Reuters

Kona reyndi að fremja sjálfsvíg er hún stökk niður fimmtíu metra af fyrstu hæð Eiffelturnsins í París.  Hún var flutt með sjúkraþyrlu til aðhlynningar og er ástand hennar talið mjög alvarlegt.

Að sögn lögreglu tókst konunni, sem er 25 ára, að komast fram hjá öryggisnetum og öðrum ferðamönnum áður en hún stökk af fyrstu hæð turnsins. 

Áður fyrr áttu sjálfsvígstilraunir sér stað fjórum til fimm sinnum á ári í Eiffelturninum en eru nú sjaldgæfar eftir að sett voru upp öryggisnet á hæðum turnsins.    

mbl.is

Bloggað um fréttina

https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Einnig sérsmíði, sjáið úrvalið t.d. á: www.sogem-stairs.com/en_home-home.php L...
LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 20. OG 22. FEB.
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 20. OG 22. FEB. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámsk...
Eldtraustur skjalaskápur
Eldtraustur skjalaskápur / öryggisskápur frá Rosengrens með 4 útdraganlegum skúf...
 
Útboð rangárþing
Tilkynningar
ÚTBOÐ Uppbygging og rekstur ljósleiða...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...