Yfir hundrað innflytjendur handteknir í París

Franska lögreglan handtók 114 manns á farfuglaheimili í París í dag.  Talið er að hundrað og fimm af hinum handteknu séu ólöglegir innflytjendur en níu manns voru handteknir fyrir að hýsa fólkið við ófullnægjandi aðstæður.

Samkvæmt upplýsingum frá franskri lögreglu voru fjögur hundruð lögreglumenn sendir á vettvang til þess að loka athvarfinu sem er í 13. hverfi Parísar, en flestir íbúarnir voru frá ríkjum sunnan við Sahara í Afríku.

Grunur leikur á að okrað sé á húsnæði farandverkamanna þar sem þeir séu látnir borga okurverð fyrir húsnæði í niðurníðslu, og að fleiri leigjendur séu um hvert herbergi en leyfilegt er.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert