Mótmælendur brenndu danska fánann

Ádeiluteikning Westergaard af Múhameð spámanni var birt í fjölmörgum dönskum …
Ádeiluteikning Westergaard af Múhameð spámanni var birt í fjölmörgum dönskum blöðum. mbl.is

Mótmælendur í borginni Karachi í Pakistan brenndu danska fánann í mótmælaskyni við birtingar danskra blaða á ádeilumynd danska teiknarans Kurt Westergaard af Múhameð spámanni.

Um fimmtíu meðlimir róttæks nemendahóps fóru á götur til þess að mótmæla teiknimyndinni en uppnám vegna hennar og 11 annarra danskra skopmynda af spámanninum leiddi til blóðugra óeirða í múslimaríkjum fyrir tveim árum.

„Við munum ekki hika við að fórna lífum okkar til þess að vernda heilagleika spámanns okkar," sagði þáttakandi í mótmælunum í samtali við fréttaritara AFP.

Þátttakendurnir hrópuðu slagorð gegn forseta Pakistan og gagnrýndu ríkistjórnina fyrir að taka ekki á málinu við dönsk stjórnvöld.

Sautján dönsk dagblöð birtu myndina á miðvikudaginn og hétu því að verja tjáningarfrelsið, daginn eftir að dönsk lögregla kom upp um samsæri um að myrða Westergaard.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert