Kastró segir af sér

Fídel Kastró Kúbuforseti hefur sagt af sér og lýst því yfir að hann muni ekki taka aftur við stjórnartaumunum í landinu eftir veikindin sem hrjáð hafa hann að undanförnu.

Bæði CNN og BBC hafa greint frá þessu í morgun, en Kastró greindi frá afsögn sinni í bréfi sem birtist í dag í dagblaðinu Granma.

Kastró hefur verið forseti landsins síðan hann komst til valda í vopnaðri byltingu fyrir 49 árum.

Kastró í Havana fyrir mánuði.
Kastró í Havana fyrir mánuði. Reuters
Fídel Kastró
Fídel Kastró Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina