Viðræður flokka að hefjast í Pakistan

Asif Ali Zardari, leiðtogi Þjóðarflokksins
Asif Ali Zardari, leiðtogi Þjóðarflokksins Reuters

Leiðtogi pakistanska Þjóðarflokksins, Asif Ali Zardari, ekkill Benazir Bhutto, og Asfandyar Wali Khan, leiðgtogi lítils flokks Pastúna, hafa lýst því yfir að þeir eru reiðubúnir til viðræðna um myndun ríkisstjórnar í Pakistan.  Í þingkosningum á mánudag galt flokkur Pervez Musharraf, forseta Pakistans, mikið afhroð.

Þjóðarflokkurinn vann mikinn sigur í kosningunum ásamt Múslimabandalagi Pakistans, en formaður flokksins er Nawaz Sharif, fyrrum forsætisráðherra landsins. Hann hefur lýst yfir áhuga á stjórnarviðræðum við Þjóðarflokkinn.

Musharraf hefur verið við völd síðastliðin átta ár og var mikilvægur bandamaður Bandaríkjanna í „stríðinu gegn hryðjuverkum“. Hann hefur lýst því yfir að hann muni ekki stíga úr sæti forseta landsins en hann var endurkjörinn forseti til fimm ára seint á síðasta ári.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert