Eiginkona Westergaard missir vinnuna

mbl.is

Eiginkonu danska teiknarans Kurt Westergaard hefur verið vikið frá störfum sem leikskólakennari í Árósum vegna þrýstings frá foreldrum, sem óttast um öryggi barna sinna. Fréttavefur Berlingske Tidende segir frá þessu.

Kurt Westergaard hefur fengið fjölda morðhótana vegna teikningar af spámanninum Múhameð með sprengju í vefjarhetti sínum, sem birt var í danska blaðinu Jyllands Posten árið 2006 og svo aftur í flestum stærri dönskum blöðum eftir að um komst um áætlun um að myrða teiknarann.

Gitte Westergaard segist vera reið, vonsvkikin og leið vegna málsins en að hótununum hafi eingöngu verið beint gegn manni sínum og engin hætta stafi af sér einni.

Brottreksturinn frá leikskólanum er timabundinn en hópur foreldra er sagður hafa þrýst mjög á að hún yrði látin hætta störfum.

mbl.is

Bloggað um fréttina