Lestargöng milli Rússlands og Alaska?

Roman Abramovich.
Roman Abramovich.
Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich hefur keypt stærsta bor í heimi og hefur það leitt af sér sögusagnir um að hann ætli sér að grafa göng milli Rússlands og Bandaríkjanna. Þvermál borsins er um nítján metrar, fimm metrum meira en annars stærsta bors í heimi, og er hann metinn á jafnvirði rúmlega 12 milljarða króna.

Upplýsingar um verkið eru enn sem komið er af skornum skammti en þýska blaðið Spiegel segir kunnuga í geiranum segja að til standi að grafa lestargöng svipuð Ermarsundsgöngunum yfir hið 90 kílómetra breiða Beringsund, milli Chukotka í Síberíu og Alaska. Spiegel segir að hvort sem borinn verði notaður til gangagerðar í Beringsundi eður ei, þá mun Abramovich stórhagnast á því að leigja borinn út.

mbl.is
Biskupstungur- sól og sumar..
Eigum lausa daga í sumar. Gisting fyrir 5-6. Heitur pottur, leiksvæði í nágrenni...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Gámaflutningar gámaleiga.Traust og góð þjónusta. Kris...
Stórar kjarrivaxnar útsýnislóðir stutt frá Reykjavík
Lóðirnar eru í kjarrivaxinni brekku sem veit mót suðri. Frábært útsýni. Heitt va...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing whole body massage downtown Reykjavik, S. 7660348 , Alena...