Danskur hermaður féll í Afganistan

Frá Afganistan
Frá Afganistan Reuters

Danskur hermaður féll í átökum við uppreisnarmenn úr hópi talibana í Helmand héraði í suðurhluta Afganistan, samkvæmt upplýsingum frá danska hernum í dag. Tveir danskir hermenn særðust í átökunum en breskir hermenn tóku einnig þátt í bardaganum í dag.

Alls hafa 14 danskir hermenn fallið í Afganistan frá því danskir hermenn tóku fyrst þátt í hernaðaraðgerðum í landinu árið 2002. Alls eru 600 danskir hermenn í Afganistan, flestir þeirra eru staðsettir í Helmand-héraði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert