Ekkert bendir til átaka innan fjölskyldunnar

Oliver litli, sem rænt var í Virum í gær.
Oliver litli, sem rænt var í Virum í gær.

Lögreglan í Danmörku hefur engar vísbendingar um hvers vegna fimm ára dreng var rænt í Virum, norður af Kaupmannahöfn, síðdegis í gær. Ekkert bendi til átaka innan fjölskyldu drengsins.

Þrír menn námu drenginn á brott er móðir hans var að sækja hann í skólann. Óku mennirnir burtu með drenginn í svörtum bíl, sem nú er leitað.

Steen Nonbo, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Virum, sagði á blaðamannafundi í gær, að verið væri að yfirheyra föður drengsins, en ekkert hefði komið fram sem benti til að átök hafi verið innan fjölskyldu drengsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert