Útgöngubann í Jaipur á Indlandi

Eitt af fórnarlömbum árásanna borið til grafar í Jaipur í ...
Eitt af fórnarlömbum árásanna borið til grafar í Jaipur í morgun AP

Útgöngubann er nú í gildi í gömlu borginni í Jaipur í Rajasthan á vestanverðu Indlandi, þar sem að minnsta kosti 60 manns létu lífið og 150 særðust í sprengjutilræðum í gær. Spengjurnar sprungu við sögufræga minnisvarða og fjölfarna markaði, en borgin er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Útgöngum-bannið tók gildi klukkan níu í morgun og er gert ráð fyrir að það standi fram á kvöld. Lögreglustjóri Jaipur segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða og hafa nokkrir verið handteknir vegna málsins. Enginn hefur þó lýst yfir ábyrgð á árásunum.

Meirihluti íbúa borgarinnar eru hindúar en þar er einnig stórt samfélag múslíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina