Sex bahá'í leiðtogar handteknir í Íran

Íranska leyniþjónustan lét í gærkvöldi handtaka sex forystumenn bahá'í samfélagsins í Íran og flytja þá í Evin fangelsið í Teheran.  Þetta kom fram í tilkynningu frá baha’í samfélaginu á Íslandi.  

Bani Dugal, aðalfulltrúi alþjóðlega bahá'í samfélagsins hjá Sameinuðu þjóðunum, segir aðgerðina minna á atburðina í Íran í byrjun níunda áratugarins þegar 17 forystumenn samfélagsins voru handteknir og líflátnir samkvæmt úrskurði klerkastjórnarinnar.  

Að mati Dugal voru handtökurnar vel skipulagðar og telur hann þær vera lið í yfirlýstu áformi klerkastjórnarinnar að uppræta baha’í samfélagið.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert