Than Shwe hittir fórnarlömb Nargis

Than Shwe herforingi
Than Shwe herforingi AP

Than Shwe, yfirhershöfðingi í Búrma, hitti fórnarblömb náttúruhamfaranna í landinu í fyrsta skipti í dag en hann heimsótti flóttamannabúður í útgjarðri borgarinnar Yangon. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Tvær vikur eru nú frá því fellibylurinn Nargis gekk yfir landið en talið er að allt að hundrað þúsund manns hafi látist í hamförunum. 

Geint var frá því í dag að Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hyggst heimsækja landið á næstu dögum en Than Shwe hefur neitað að ræða við hann í síma frá því fellibylurinn gekk yfir. 

Yfirvöld í landinu hafa staðfest að 78.000 hafi látið lífið í hamförunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina