Sitja uppi með fanga í Guantanamo

Frá fangabúðunum á Guantanamo flóa.
Frá fangabúðunum á Guantanamo flóa. Reuters

Bandaríkjastjórn situr uppi með fangabúðirnar í Guantanamo, og gæti ekki lokað þeim þó hún vildi, að sögn Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.  Gates sagði þetta á fundi í Öldungadeild þingsins í gær og sagði ennfremur að Bandaríkjastjórn hafi viljað senda allt að 70 fanga heim en yfirvöld í heimalöndum þeirra hafi annað hvort neitað að taka við þeim, eða ekki verið treyst til þess.  Um 270 fangar eru nú vistaðir í Guantanamo.

Mannréttindahópar hafa fordæmt ummæli Gates og segja að Guantanamo búðirnar séu ólöglegar samkvæmt alþjóðlegum lögum og hafa lengi barist fyrir því að fangabúðunum verði lokað.

Bandaríska varnarmálaráðuneytisins Pentagon fullyrðir að 36 fyrrum fangar, hafa snúið sér aftur að hryðjuverkum eða eru grunaðir um það.

mbl.is

Bloggað um fréttina