Fá loksins neyðaraðstoð

Rúmlega ein milljón fórnarlamba fellibylsins Nargis sem reið yfir Búrma í byrjun maí fékk loks aðstoð í dag frá hjálparstarfsmönnum, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. Í síðustu viku náðist samkomulag við herforingjastjórnina í Búrma um að alþjóðlegum hjálparstarfsmönnum yrði hleypt inn í landið. Talið er að um 2,4 milljónir manna þurfi á aðstoð að halda en einungis 470 þúsund þeirra hafi hingað til fengið einhverja aðstoð.

Elisabeth Byrs, talsmaður hjálparstarfs á vegum SÞ, segir að þetta sé til merkis um að hjálparstarfið sé á réttri leið. Flestir þeirra sem fengu neyðarhjálp nú búa í borginni Yangon.

Frá hjálparstarfinu á Búrma
Frá hjálparstarfinu á Búrma Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert