Lítið skjálftabarn kemur í heiminn

Zhang Xiaoyan og dóttirin Ai
Zhang Xiaoyan og dóttirin Ai AP

Zhang Xiaoyan var föst undir rústum í fimmtíu klukkustundir í Xinjiang  í Kína eftir að jarðskjálftinn reið yfir þann 12. maí sl. En það var ekki efst í huga Zhang Xiaoyan að bjarga eigin lífi á meðan hún lá undir rústunum heldur barninu sem hún bar undir belti. Henni varð að ósk sinni því í dag fæddi hún litla stúlku sem vó 3,3 kg á sjúkrahúsi á heimaslóðum.

Þegar Zhang  var bjargað birtu margir fjölmiðlar myndir af henni á sjúkrabörum með kúluna út í loftið. Það voru því margir fjölmiðlar sem mættu á sjúkrahúsið í dag til þess að mynda hana með litlu stúlkuna sem hefur verið nefnd Ai eða Ást til heiðurs öllu því fólki sem kom að björgun hennar og hafa sýnt henni stuðning frá því henni var bjargað úr rústunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert