Stefnt á aukna hrísgrjónarækt

Stefnt er á aukna hrísgrjónarækt á Kúbu.
Stefnt er á aukna hrísgrjónarækt á Kúbu. Reuters

Hækkandi heimsmarkaðsverð á hrísgrjónum veldur Kúbverjum áhyggjum því þjóðarréttur þeirra er hrísgrjón og baunir og eru  grjónin stór hluti af mataræði landsmanna en yfirvöld segjast nú grípa til viðeigandi ráðstafana til að auka innlenda framleiðslu.

Stjórn Raul Kastró vonast til að geta aukið innlenda framleiðslu til muna og vonast til að geta flutt inn helmingi minna magn af hrísgrjónum eftir fimm ár. 

Hrísgrjón eru stór hluti af mataræði Kúbverja og neytir meðal maður á Kúbu um 60 kílóum af grjónum á ári sem er helmingi meira en meðaltalið í Bandaríkjunum.

Á nokkrum mánuðum hefur heimsmarkaðverð rokið úr 500 Bandaríkjadölum fyrir tonnið upp í 1200 dali en á Kúbu kostar um 400 dali að rækta eitt tonn. Sem stendur rækta Kúbverjar sjálfir um fjórðung af þeim hrísgrjónum sem þeir neyta á ári hverju.


mbl.is

Bloggað um fréttina