Ísraelsku hermennirnir látnir

Ehud Goldwasser og Eldad Regev, voru handteknir við landmæri Ísrael …
Ehud Goldwasser og Eldad Regev, voru handteknir við landmæri Ísrael og Líbanon árið 2006. Reuters

Líbönsku Hisbollah samtökin hafa staðfest að ísraelsku hermennirnir, Ehud Goldwasser og Eldad Regev, sem rænt var árið 2006, eru látnir.  

Formleg fangaskipti Ísraela og Hisbollah fara nú fram við Naqura landamærin og hefur Hisbollah afhent alþjóðlega Rauða krossinum tvær líkkistur, með líkamsleifum hermannanna.  DNA próf verða gerð til þess að bera kennsl á mennina, áður en Ísraelar afhenda Hisbollah fimm líbanska fanga sem voru færðir úr fangelsi og fluttir nær landamærunum í morgun.

Samkomulag Ísraela og Hisbollah um fangaskiptin náðist með aðstoð samningamanna Sameinuðu þjóðanna,  en auk fanganna fimm munu Ísraelar afhenda líkamsleifar 199 palestínskra og líbanskra vígagamanna, sem grafnar voru upp í síðustu viku.  

Rán  þeirra  Goldwassers og Eldad Regevs leiddi til 33 daga stríðs  á milli Ísraels og sveita Hisbollah í suðurhluta Líbanon.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert