Skutu palestínskan fanga

Ísraelsku mannréttindasamtökin  B'Tselem hafa birt myndband, sem virðist sýna ísraelskan hermann skjóta palestínskan fanga í fótinn. Mannréttindasamtökin segja, að notuð hafi verið gúmmíhúðuð stálkúla og hermaðurinn hafi hleypt af í viðurvist háttsettra herforingja. Palestínumaðurinn var með bundið fyrir augun.

B'Tselem segir að þetta hafi gerst fyrir hálfum mánuði  á Vesturbakkanum eftir mótmælaaðgerðir gegn aðskilnaðarmúr Ísraelsmanna. Á myndskeiðinu dettur myndin út þegar skothvellurinn heyrist en síðan sést fanginn liggja á jörðunni.

Talsmaður B'Tselem segir að maðurinn hafi áður en þetta gerðist sætt barsmíðum. Hann er sagður við þokkalega heilsu nú. Ísraelsher er að rannsaka málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert