Þrýst á Serba að handtaka Mladic

Ratko Mladic sést hér með Radovan Karadzic árið 1995 þegar …
Ratko Mladic sést hér með Radovan Karadzic árið 1995 þegar stríðið í Bosníu stóð sem hæst. Reuters

Serbnesk stjórnvöld eru nú  hvött til að handtaka Ratko Mladic, samverkamann Radovans Karadzics, fyrrum leiðtoga Bosníu-Serba, sem var handtekinn á mánudag.

Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir að Bandaríkin hafi fagnað handtöku Karadzic og að þau voni að Mladic muni brátt hljóta sömu örlög.

Þá hafa Frakkar og Evrópusambandið sagt að þeir búist við því að fleiri verði teknir höndum, að því er fréttavefur breska ríkisútvarpsins greinir frá.

Karadziz var handtekinn í Belgrad, höfuðborg Serbíu, á mánudag. Hann er sakaður um glæpi gegn mannkyni og þjóðarmorð. Verjandi hans hefur staðfest að hann hyggist áfrýja úrskurði um að skjólstæðingur hans verði framseldur til stríðsglæpadómstólsins í Haag. Hann hefur þrjá daga til að undirbúa áfrýjunina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert