Danskur hermaður féll í Afganistan

Danir eru með hermenn í Afganistan undir stjórn NATO.
Danir eru með hermenn í Afganistan undir stjórn NATO. Reuters

Danskur hermaður lét lífið í Afganistan í morgun þegar brynvarið ökutæki, sem maðurinn var í, ók á jarðsprengju eða heimatilbúna sprengju. Þrír danskir hermenn særðust, þó ekki alvarlega, í sprengingunni, sem varð í Helmandhéraði. Þeir voru

Svonefnd LOKE-hersveit frá Holstebro á Jótlandi, var að aðstoða afganska hermenn, og breska og bandaríska hernaðarráðgjafa, sem höfðu orðið fyrir árás í eyðimörk.

Skotið var á dönsku hermennina og þeir stöðvuðu herbíla sína og stilltu sér upp í bardagastöður en þá lenti einn bíllinn á sprengju.

mbl.is