Hugsanleg tæring í farþegavél

Sérfræðingar eru byrjaðir að rannsaka  Boeing 747-438 farþegaflugvél, ástralska Quantas flugfélagsins sem gat kom á í gær þegar hún var á leiðinni frá Hong Kong til Melbourne í Ástralíu. Flugvélin nauðlenti á Filippseyjum með 360 farþega, sem nú eru flestir komnir aftur til Ástralíu.

Hugsanlegt er talið, að tæring hafi valdið einnig er talið mögulegt að ytra byrði vélarinnar hafi skemmst við óhapp með þessum afleiðingum. 

Geoff Dixon, forstjóri Quantas, sagði í morgun að hann hefði fyllst skelfingu þegar hann sá myndir af atvikinu. Hann fullyrti, að fyrstu rannsóknir bentu ekki til tæringar í vélinni.

Farþegar sögðust hafa heyrt háan hvell og síðan féll loftþrýstingurinn í farþegarýminu.  Súrefnisgrímur féllu niður og flugmennirnir lækkuðu flugið úr 29 þúsund fetum í 10 þúsund fet.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert