Lögreglumenn börðu ræningja

Búið er að birta opinberlega myndbandsupptöku sem sýnir þrjá lögreglumenn í Flórída slá og sparka í handjárnaðan mann fyrir utan lyfjaverslun sem hann hafði rænt. Atvikið var tekið upp á myndavél sem er í einum lögreglubílnum.

Ræninginn beitti piparúða á lögreglumennina er þeir reyndu að handtaka hann. Þegar maðurinn lá handjárnaður í götunni létu lögreglumennirnir spörkin og höggin dynja á manninum.

Fram kemur í skýrslu lögreglumannanna að ræninginn hafi reynt að bíta einn þeirra og hrækja framan í annan. Þegar einn lögreglumannanna hugðist svo flytja ræningjann inn í lögreglubifreið reyndi maðurinn að rífa sig lausan. Við það trylltist lögreglumaðurinn og sló manninn margítrekað í andlitið.

Lögreglustjórinn í West Palms segir viðbrögð lögreglumannanna vera álíka slæm og hegðun ræningjans, en atvikið átti sér stað í maí sl.

Lögreglumaðurinn sem sló ræningjann í andlitið er hættur störfum. Hinir eru í leyfi frá störfum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Lok á heita potta
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
Akureyri - Vönduð íbúðagisting
Vel útbúnar og rúmgóðar íbúðir. Uppábúin rúm fyrir sjö manns, handklæði og þráðl...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...