Viðurkenna galla í skólabyggingum í Sichuan-héraði

STRINGER SHANGHAI

Stjórnvöld í Kína hafa viðurkennt að mögulegt sé að einhverjar af þeim skólabyggingum sem hrundu í jarðskjálftanum í Sichuan héraði maí hafi ekki staðist kröfur sem gerðar eru um slíkar byggingar. Þúsundir nema létust er fjöldi skólabygginga hrundi til grunna í jarðskjálftanum. Alls létust um níutíu þúsund manns í skjálftanum og eftirskjálftum í maí. Ákveðið hefur verið að hefja rannsókn á því hvort byggingareglugerðum hafi verið fylgt í þeim byggingum sem hrundu til grunna í héraðinu.

Foreldra barna sem létust hafa fordæmt byggingarlag skólanna sem hrundu og krefjast þess að þeim verði refsað sem bera ábyrgð á skólabyggingum í héraðinu. Sjálfstætt starfandi byggingaverktakar og einhver bæjaryfirvöld í héraðinu hafa lýst því yfir að skólarnir hafi hrunið vegna þess hve lélegar byggingarnar voru, að því er fram kemur í frétt á vef BBC.

En þrátt fyrir að stjórnvöld útiloki ekki handvömm við byggingu skólanna þá telja þau að einhverjir þeirra hefðu hrunið þó svo ekkert hafi verið athugavert við byggingarlagið vegna styrk skjálftans.

En á einhverjum stöðum í héraðinu, til að mynda í bænum Dujiangyan,hrundi einungis ein bygging til grunna, Xinjian barnaskólinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert