Josef Fritzl snýr heim

Komið með Josef Fritzl á heimili sitt í Amstetten í …
Komið með Josef Fritzl á heimili sitt í Amstetten í Austurríki í dag AP

Farið var með Josef Fritzl, sem misnotaði dóttur sína áratugum saman og hélt henni í dýflissu í kjallara heimilis þeirra í 24 ár, í hús sitt í bænum Amstetten í Austurríki í dag. Mikil öryggisgæsla var vegna þessa en Fritzl fylgdi rannsóknarlögreglumönnum um kjallarann. Lögregluyfirvöld segja að tilgangurinn með þessu hafi verið að athuga hvort hægt væri að opna kjallarann að utan.

Auk þess að vera ákærður fyrir að hafa misnotað dóttur sína í 24 ár þá átti hann sjö börn með henni. Lögfræðingar Fritzl halda því fram að tímarofi hafi verið á hurðinni sem hafi verið stilltur þannig að ef eitthvað kæmi fyrir hann þá myndu dyrnar opnast eftir ákveðinn tíma þannig að fjölskyldan í kjallaranum hefði komist út. Hins vegar heldur lögregla því fram að dyrnar hafi verið innsigluð með járnstykkjum þannig að þau hefði ekki átt möguleika á að komast út.

Á vef BBC kemur fram að Fritzl hafi viðurkennt að hafa haldið dóttur sinni fanginni allan þennan tíma og að lífsýni staðfesti frásögn Elísabetar Fritzl um að faðir hennar væri faðir barnanna. Saksóknari segir að mál Fritzl verði tekið fyrir dómi fyrir árslok en honum hefur verið haldið í gæsluvarðhaldi frá því í apríl.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert