Rússar skjóta langdrægum eldflaugum

Dmitry Medvedev forseti Rússlands og Anatoly Serdyukov varnarmálaráðherra við Topol-eldflaugar …
Dmitry Medvedev forseti Rússlands og Anatoly Serdyukov varnarmálaráðherra við Topol-eldflaugar í Plesetsk. Reuters

Rússar skutu á loft þremur langdrægum eldflaugum í morgun. Tveimur var skotið frá kafbátum sem staddir voru við sitthvorn enda þessa stóra lands. Fréttastofur í Rússlandi skýrðu frá þessu í morgun.

Einni eldflaug var skotið í tilraunaskyni frá kafbáti bið Okhotsk-haf norður af Japan en öðru frá kafbáti við Barentshaf norð-austan við Noreg og þriðju flauginni frá leynilegri staðsetningu í grennd við Plesetsk í norðvesturhluta landsins.

Eldflaugarnar sem skotið var heita Topol og eru um 24 metrar að lengd og geta ferðast allt að 11 þúsund kílómetra.

mbl.is

Bloggað um fréttina